Fréttir


Söngur við vígslu Landspítalans 1926

15. september 2023

Fyrir skömmu fannst hefti í dánarbúi sem inniheldur söngtexta eftir Þorstein Gíslason og var sunginn þegar Alexandrina Danadrottning lagði hornstein að nýbyggðum Landsspítala (sic) þann 15. júní árið 1926. Þorsteinn var um árabil ritstjóri tímaritsins Lögrjetta, en söngtextinn var einnig birtur í tölublaði þann 15. júní sama ár. Textinn lýtur að lofgjörð um það mikla framafarskref sem byggingin var og líka að verkið var drifið áfram af hópi kvenna og því við hæfi að það væri drottning Dana sem vígði húsið. Konur hófu fjársöfnun til að byggja nýjan spítala árið 1916 og lögðu stóran skerf til nýbyggingarinnar.

Hér er PDFað heftinu:

Hér er hlekkur að textanum í Lögrjettu:

https://timarit.is/page/2280314

Hér er að finna æviágrip Þorsteins en hann ritstýrði Lögrjettu um áratugaskeið:

https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Eorsteinn_G%C3%ADslason

Nánar um aðkomu kvenna að byggingu spítalans:

https://via.is/heilsa/konurnar-sem-sofnudu-fyrir-byggingu-landsspitalans/?cn-reloaded=1