Fréttir


Vinnustofa vegna hönnunar á útveggjaeiningum á meðferðarkjarna, styttist í uppsetningu eininga

18. september 2023

Þann 13. september var haldin vinnustofa á vegum NLSH með fulltrúum frá Hornsteinum, fulltrúum verktaka og útveggjaframleiðandanum Staticus. Vinnustofan er hluti af hönnunarfasa verkefnisins og er ein af nokkrum sem haldnar hafa verið með reglulegum hætti.

Undirbúningur s.s. hönnun vegna framleiðslu útveggjaeininganna hefur staðið yfir í eitt ár en áætlanir gera ráð fyrir að framleiðslan á fyrstu útveggjaeiningunum fari á fulla ferð í október. Vonir standa því til að fyrstu útveggjaeiningarnar komi hingað til lands á komandi vikum en undirbúningsvinna vegna uppsetningar á einingunum hefst fljótlega.