Umfjöllun Morgunblaðsins, uppsteypa meðferðarkjarna á lokametrunum

20. september 2023

Morgunblaðið birtir í dag umfjöllun um uppsteypu meðferðarkjarnans  og þar kemur m.a. fram að uppsteypa meðferðarkjarna hafi gengið vel upp á síðkastið og vitnað í  Árna Kristjánsson staðarverkfræðing Nýs Landspítala.

„Uppsteypa meðferðarkjarna er á lokametrunum, þar sem unnið er við uppsteypu á millibyggingum og á síðustu hæð stanga 4. og 5. Samhliða uppsteypunni er unnið að uppsetningu stálvirkis og stigum í millibyggingum. Á næstu vikum mun verkkaupi taka við byggingunni í áföngum og hefst þá lokun hússins með tilbúnum útveggjaeiningum.

Vinna við bílastæða- og tæknihús er í fullum gangi, en tengigangur á milli meðferðarkjarna og rannsóknahúss er á lokastigi, þar sem unnið er við lagnir í fyllingu. Uppsteypu tengiganga norðan meðferðarkjarna er lokið og fyllingar við gangana á lokastigi. Í bílakjallara undir Sóleyjartorgi er unnið við að steypa undirstöður, leggja lagnir og fylla inn í grunninn undir botnplötu,“, segir Árni.

Myndatexti neðri mynd: Verktaki vinnur við lokafrágang í stöng nr.1 eftir uppsteypu áður en formleg afhending til verkkaupa fer fram.

20-sept-innri