Fjármála - og efnahagsráðherra skoðar framkvæmdir við nýjan Landspítala

4. febrúar 2020

Bjarni Benediktsson, fjármála - og efnahagsráðherra, kynnti sér í dag stöðu Hringbrautarverkefnisins og skoðaði að þvi tilefni jarðvegsframkvæmdir við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

Auk ráðherra voru fulltrúar frá fjármála – og efnhagsráðuneytinu, frá stjórn NLSH ohf., framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins auk aðalverkefnastjóra FSR á verkstaðnum.

Stefnt er að þvi að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025.