Fjármögnun Hringbrautarverkefnisins tryggð

27. apríl 2016

Morgunblaðið birtir í dag fréttaskýringu um stöðu Hringbrautarverkefnisins þar sem rætt er við Gunnar Svavarsson stjórnarformann nýs Landspítala.


Þar kemur fram að samkvæmt fimm ára fjármálaáætlun ríkisins sé gert ráð fyrir milljarða framlagi ríkisins vegna byggingar meðferðarkjarna sem er stærsta framkvæmd við heildar uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.


„Þetta eru ánægjuleg tíðindi og í anda þess sem Hringbrautarverkefnið hefur stefnt að, varðandi tíma og kostnaðaráætlanir, sem við höfum unnið eftir“, segir Gunnar.


Fram kemur að öll verk séu á áætlun, nýtt sjúkrahótel verði afhent fullbúið á vormánuðum 2017 og að nýr meðferðarkjarni verði tilbúinn 2023.


Meðferðarkjarninn er stærsta framkvæmdin í heildaruppbyggingunni og þar verður mikilvægasta starfsemi spítalans svo sem skurðstofur, þræðingar, gjörgæsla, myndgreining, smitsjúkdómadeild og ýmsar klíniskar stoðdeildir.

Einnig verða allar bráðamóttökur að mestu sameinaðar í eina í nýjum meðferðarkjarna ásamt annarri starfsemi.

Frétt mbl.is um málið má nálgast hér