Framkvæmdir á áætlun

21. mars 2016

Í föstudagsblaði Morgunblaðsins 18.mars er rætt við Gunnar Svavarsson, stjórnarformann nýs Landspítala.


Í máli hans kemur fram að allar framkvæmdir vegna byggingar nýs gangi samkvæmt tímaáætlun.


Allt skipulag liggur fyrir og fjórðungur hönnunar. Nú er unnið við byggingu sjúkrahótels og það verður tekið í notkun 2017.


Einnig kemur fram út af umræðu um ónæði af framkvæmdum að ónæði vegna jarðvegsvinnu lýkur í apríl. Gunnar sagði ennfremur að um leið og meginframkvæmdirnar hæfust sunnan við núverandi Landspítalans yrðu sjúklingar og starfsfólk spítalans minna vör við þær.


Gunnar segir að uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut gangi mjög vel.