Framkvæmdir á vinnubúðareit á áætlun

11. mars 2021

Á vinnubúðareit á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala er búið er að setja upp og virkja aðgangsstýringu á svæðinu.

Starfsemi í matsal er hafin og hefur vinna við undirbúning gengið vel. Búið er að ganga frá gönguleiðum og afmarka þær sérstaklega á framkvæmdasvæðinu.

Einnig er búið að setja upp ákeyrsluvarnir og að loka af framkvæmdasvæðið frá vinnubúðareit.

Nú hafa eingöngu þeir starfsmenn aðgang að svæðinu sem lokið hafa öryggisnámskeiðum og hafa fengið úthlutuðu aðgangskorti, segir Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri rekstrar hjá NLSH.

Mynd: Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri rekstrar hjá NLSH