Framkvæmdir við bílastæða- og tæknihús

21. ágúst 2023

Uppsteypa bílastæða- og tæknihúss er komin í góðan farveg og framkvæmdir ganga vel. Verktaki hefur sett upp þriðja byggingarkranann á vinnusvæðinu og hefur starfsmönnum fjölgað. Að sögn Sigurjóns Sigurjónssonar verkefnisstjóra á framkvæmdasviði NLSH er nú unnið í kjallara­hæðum K1-K3 í bílastæðahluta og í tæknihluta er búið að steypa 60 cm þykka plötu undir nýjar varaaflsvélar spítalans. Tæknihluti hússins hýsir ekki einungis varaaflsvélar heldur einnig kælivélar, varakyndingu ásamt miðstöð fyrir hin ýmsu rafmagnsmál s.s. stóra rafmagnsspenna og rafmagnstöflur og munu þjónusta bæði nýjar og gamlar byggingar spítalans þegar kerfin verða tekin í notkun.