Fulltrúar stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala heimsóttu framkvæmdasvæðið

1. nóvember 2021

Í dag heimsóttu fulltrúar úr stýrihópi um skipulag framkvæmda við Landspítala framkvæmdasvæðið í veðurblíðu. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH kynnti verkefnið og að þvi loknu var farið í vettvangsskoðun þar sem Ólafur M. Birgisson staðarverkfræðingur fór fyrir hópnum með leiðsögn.