• New national hospital

Hæfastir til að hanna nýjan Landspítala

22. ágúst 2013

Morgunblaðið birtir í dag grein þar sem fram kemur að Ríkiskaup hafi tilkynnt niðurstöðu forvals um hönnun bygginga Nýs Landspítala.

Fréttina má sjá hér:

Ríkiskaup hafa tilkynnt niðurstöðu forvals um hönnun bygginga Nýs Landspítala við Hringbraut. Forvalið var tvískipt, annars vegar var um að ræða forval fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss og hins vegar fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss. Þrír umsækjendur voru metnir hæfír til að bjóða hönnun sjúkrahótels og bflastæðahúss, en fimm umsækjendur metnir hæfir til að bjóða hönnun sjúkrahótels og bflastæðahúss. Hópar sem annarsvegar Mannvit fer fyrir og hinsvegar Verkís hf., og hópur að nafni Corpus voru metnir hæfír bæði verkefnin. Að Corpus standa arkitektur.is ehf., Hornsteinar arkitektar ehf, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf. og VSO ráðgjöf ehf. Þá var einnig metinn hæfur hópur sem Hnit verkfræðistofa hf. fer fyrir og hópurinn KOS, en honum eru Gláma Kím arkitektar, Yrkiarkitektar ehf., Conís ehf. og Raftákn.