Heilsuhagfræðingur styður heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut

23. ágúst 2016

Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur, skrifar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag um hans sýn á heilbrigðiskerfið.

Í greininni kemur fram að hann styðji þá uppbyggingu sem þar fer fram og byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

Gunnar A OGunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur
Gunnar var gestur morgunþáttarins Í bítið á Bylgjunni í morgun.


Þar útskýrði hann betur sína afstöðu varðandi uppbygginguna við Hringbraut:


Heimir Karlsson þáttastjórnandi: Nú er búið að ákveða fyrir löngu að byggja það sem það er við Hringbrautina en samt eru raddir háværar sem vilja alls ekki gera það og stoppa þetta og byggja annarsstaðar, hvernig sérð þú það mál?


Gunnar Alexander Ólafsson: já ég ætla nú bara að vera heiðarlegur með það – ég held að úr því sem komið er, þessar framkvæmdir eru farnar af stað á Hringbraut og það á að halda áfram með þær framkvæmdir.


Heimir Karlsson: Þegar þú segir að ég ætla að vera heiðarlegur..hefur þá verið að efast um það?


Gunnar Alexander Ólafsson: Já ég skal alveg viðurkenna það, með staðsetninguna hef ég verið svona með aðrar hugmyndir en úr því sem komið er og það hófust núna framkvæmdir síðasta haust við svokallað Sjúkrahótel og uppbygging og tekin ákvörðun um að hanna og þróa þennan meðferðarkjarna. Nú er búið að fjárfesta mikið í tíma í skipulagsmálum og undirbúningi og við erum eiginlega komnir.. – verður ekki aftur snúið. Þannig að úr þvi sem komið er eigum við bara öll að fara að leggjast á eitt að spítalinn rísi með glæsibrag við Hringbraut - ég er þessi óþolinmóða týpa og hefði ef eitthvað er viljað flýta þessum framkvæmdum - Við höfum ekki tíma að fresta þessum framkvæmdum meir – með allt okkar flotta fólk sem er að bíða eftir að komast í góða starfsaðstöðu. Ef við tökum það og stoppum það og förum að leita að nýrri staðsetningu þá frestum við þvi um 10 ár.


Gulli Helgason þáttastjórnandi: En dugar svæðið við Hringbraut?


Gunnar Alexander Ólafsson: Já ég myndi nú segja það – ég held að þær dugi alveg þær hugmyndir sem nú eru næstu áratugina.


Eftir 8,19 mín í viðtalinu hefst umfjöllun um Hringbrautarverkefnið


Viðtalið má hlusta á hér