Hönnun á rannsóknahúsi byggir á notendastuddri hönnun

20. september 2021

Í frétt Morgunblaðsins frá 17.september kemur fram að hönnun á nýju rannsóknahúsi, þar sem framkvæmdir eru hafnar, byggi á notendastuddri hönnun þar sem fjölmargir starfsmenn Landspítala hafa komið að þeirri vinnu.

Inn­lend­ir og er­lend­ir fagaðilar, hönnuðir, vinna svo úr þeirri stefnu­mörk­un sem Land­spít­ali   hef­ur mótað um húsið,“ seg­ir Gunn­ar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH.

Gunnar segir að í ljósi umræðu um hönnun á rannsóknahúsinu þá sé það mikilvægt að það komi fram að NLSH leggi ekki upp byggingu á húsi sem innifelur hönnunargalla.

“Síður en svo og al­veg ljóst að í þessu nýja húsi líkt og öðrum í Hring­braut­ar­verk­efn­inu er í fyr­ir­rúmi ör­yggi og per­sónu­vernd. Vissu­lega eru í hús­inu vinnu­rými sem eru verk­efnamiðuð, en þar með er ekki öll sag­an sögð".

Húsið er mjög sveigj­an­legt og stend­ur jafn­fæt­is þeim nýj­ustu hús­um sem verið er að hanna og byggja í Evr­ópu. Land­spít­ali og starfs­menn þess hafa miðlað í nokk­ur ár veru­leg­um upp­lýs­ing­um sem hönn­un húss­ins bygg­ir á“, segir Gunnar.

Frétt Morgunblaðsins