Hönnunarteymi skoðar grunn við nýjan Landspítala við Hringbraut

24. júní 2020

Fulltrúar frá hönnunarteyminu Corpus skoðuðu í dag grunn við nýjan Landspítala en framkvæmdum við grunninn er að mestu lokið.

Corpus teymið, sem hefur unnið að fullnaðarhönnun við nýjan Landspítala, var lægstbjóðandi í verkið í útboði.

Fjögur fyrirtæki standa að Corpus hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota og VSÓ verkfræðistofa.

Farið var yfir stöðu verkefnisins og erindi héldu Grímur M Jónasson og Guðjón Björnsson fyrir hönd Corpus, Ásbjörn Jónsson frá NLSH og Bjarki Laxdal frá ÍAV sem sá um jarðvinnu verksins.

Stefnt er að þvi að uppsteypa verksins hefjist fljótlega og að nýtt sjúkrahús verði tekið í notkun árið 2026.

Á mynd er hluti Corpus hópsins á verkstað.