Horft í gegnum glerið

5. september 2022

Á góðviðrisdegi er ekki úr vegi fyrir gesti og gangandi að skoða framkvæmdasvæðið þar sem 70 þúsund m2 meðferðarkjarninn rís. Á norðurbrún framkvæmdasvæðisins eru tveir staðir þar sem sést afar vel yfir svæðið. Annars vegar ef staðið er beint fyrir framan Gamla spítalann og hins vegar er hægt að horfa í gegnum gler í grænu girðingunni rétt við Kvennadeildina. Sjón er sögu ríkari!