Kynning NLSH á tækni- og þróun fyrir stjórn Spítalans okkar

24. janúar 2023

Í dag var haldinn stjórnarfundur félagasamtakanna Spítalans okkar í Grósku hugmyndahúsi. Ingólfur Þórisson, sviðsstjóri tækni – og þróunarsviðs Nýs Landspítala, fór yfir helstu verkefni sviðsins.

„Á þessari kynningu þá var helst farið yfir stöðu undirbúnings tækjakaupa þ.e. lækninga- og rannsóknatækja í spítalann. Kynnt var ferli við undirbúning útboða sem er unnið með norska ráðgjafarfyrirtækinu Nosyko. Þá var kynnt tímaáætlun tækjakaupanna. Einnig var kynnt hvernig miðlæg tæknikerfi eru uppbyggð, en með miðlægum tæknikerfum er átt við vararafstöðvar, háspennuhring, varakyndingu og kælikerfi. Loks var kynnt staða við undirbúning uppbyggingar eldhúss, vörumóttöku, vöruhúss og flokkunarstöðvar,“ segir Ingólfur Þórisson.