Kynning um heimsóknir og öryggismál fyrir starfsmenn Landsvirkjunar

15. desember 2023

Í nóvember komu starfsmenn frá Landsvirkjun í heimsókn. Tilgangur fundarins var meðal annars að fræðast um fyrirkomulag NLSH varðandi móttöku gesta og um öryggismál.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri og Hildur Hrólfsdóttir, umhverfis og öryggisstjóri, sáu um kynningar af hálfu NLSH.

Að kynningu lokinni var farið í vettvangsferð um framkvæmdasvæðið undur leiðsögn Ólafs M. Birgissonar teymisstjóra áhættu og samræmingar.

„Það er gaman að sjá þetta metnaðarfulla verkefni og kynnast því hvernig þið gerið hlutina. Valinn maður í hverju rúmi og greinilegt að það er haldið vel utan um alla hluti hjá ykkur.Við lærðum mjög margt á þessu og ég þakka sérstaklega fyrir sveigjanleikann í móttökunni og afar góða og fróðlega upplýsingagjöf,“ segir Guðmundur Finnbogason verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun.