Markaðsmorgunn NLSH í samstarfi við Samtök iðnaðarins

13. desember 2023

Í dag var haldinn“Markaðsmorgunn NLSH” í samstarfi við Samtök Iðnaðarins á Grand hóteli.

Í upphafi fundarins voru flutt nokkur erindi og í kjölfarið var fyrirspurnum svarað um stöðu framkvæmda NLSH og um innkaupaverkefni þeim tengd.

Jafnframt gafst fundarmönnum kostur á að ræða við starfsmenn NLSH sem sinna framkvæmdum og útboðsmálum og fá þannig upplýsingar um hvað sé á döfinni.

Fundurinn var vel sóttur og almenn ánægja með þetta nýja form á upplýsingagjöf félagsins.

„Fundurinn er liður í upplýsingagjöf NLSH til markaðarins. Markmiðið er að fyrirtækin þekki verkefnin okkar og að auka þátttöku í útboðum NLSH. Það er okkur mjög mikilvægt, í þeim verkefnum sem efst eru á baugi hjá okkur, að hitta hagaðila frá fyrirtækjum í ólíkri starfsemi. Einnig vil ég þakka samstarfið við Samtök iðnaðarins og vonast til að við getum endurtekið þennan viðburð síðar,” segir Jónas Jónatansson teymisstjóri áætlana- og innkaupateymis hjá NLSH.

Hér má sjá glærur fyrirlesara

13-des-innri