Kynntu nýjar spítalabyggingar á Læknadögum

28. janúar 2013

Verkefnið um nýjan Landspítala var kynnt á Læknadögum 2013 sem haldnir voru í Hörpu liðna viku. Fjölmargir lögðu leið sína um kynningarbás verkefnisins en þau Jóhannes M. Gunnarsson læknir, Gyða Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og Gísli Georgsson verkfræðingur, öll verkefnisstjórar fyrir Nýjan Landspítala, fræddu gesti um verkefnið.  

Læknadagar 2013Fræddust um skipulag og tækjakaup 
Auk þessa hélt Jóhannes erindi um verkefnið í samstarfi við þau Björn Zoega, forstjóra Landspítala og Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítala. 

Gestir spurðu margvíslegra spurninga um málefnið en hönnun spítalabygginganna, skipulag á Landspítalalóðinni, stærð bygginga, tæknileg útfærsla og tækjakaup var á meðal þess sem bar á góma við kynningarbásinn. 

 

 

 

 

 

Læknadagar Jóhannes