Læknanemar við upptökur á árshátíðarmyndbandi

13. mars 2024

Það voru vaskir læknanemar sem heimsóttu framkvæmdasvæði NLSH nýlega við tökur á árshátíðarmyndbandi. Nemendurnir virtust skemmta sé vel við tökurnar og eflaust á myndbandið eftir að gleðja samnemendur þeirra á sjálfan árshátíðardaginn í apríl.

„Það var frábært að fá að koma og taka upp fyrir árshátíðarmyndbandið. Við vorum heppin að fá að upplifa hér ys og þys á framkvæmdasvæðinu sem hentar vel þessum tiltekna skets. Þökkum kærlega fyrir móttökurnar og hjálpina“, segir Benedikt Burkni Þ. Hjarðar meðlimur í upptökuhópnum Húmorus Félagi læknanema Háskóla Íslands.