Starfsmenn apóteks Landspítala skoða framkvæmdasvæðið

15. mars 2024

Þann 12 mars komu starfsmenn frá apóteki Landspítala í heimsókn og fóru í skoðunarferð um framkvæmdasvæði Nýs Landspítala undir fylgd Jens Hjaltalín Sverrissonar verkefnastjóra.

„Lyfjaþjónusta mun flytja í meðferðakjarna Landspítala og er búið að klæða þann hluta byggingarinnar nú þegar. Það var því afar ánægjulegt fyrir starfsfólk að fá kynningu á nýjum húsakosti. Eftirvæntingin er mikil að komast í nýja og stórbætta aðstöðu. Á næstu vikum mun öllum starfsmönnum lyfjaþjónustu gefast tækifæri til að skoða aðstöðuna og fá tilfinningu fyrir rýminu,“ segir Arnþrúður Jónsdóttir deildarstjóri lyfjaþjónustu Landspítala.