Málþing um málefni nýs Landspítala

12. október 2015

Spítalinn okkar, hollvinasamtök um byggingu nýs Landspítala, halda málþing þriðjudaginn 13.október. Yfirskrift málþingsins er „nýr Landspítali loks í augsýn“.
Á málþinginu verður fjöldi fróðlegra fyrirlestra um málefni nýs Landspítala.

Málþingið verður haldið á Reykjavík hótel Natura og hefst kl. 16.

Dagskrá málþingsins má finna hér

Stjórn Spítalans okkar skrifaði grein í Morgunblaðið þann 2.október. Heiti greinarinnar er
„Nýtt þjóðarsjúkrahús – ávinningur okkar allra. Í greininni segir meðal annars:

„Þegar nýr meðferðarkjarni verður tekinn í notkun eftir 7 – 8 ár lýkur sameiningu á bráðastarfsemi Landspítala. Sérgreinar spítalans verða þá á einum stað sem hefur í för með sér mikinn faglegan ávinning fyrir starfsmenn og nemendur í heilbrigðisvísindagreinum en ekki síst fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ef fram fer sem horfir mun nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut marka þáttaskil í uppbyggingu á góðri heilbrigðisþjónustu“.

Greinina má lesa hér