Nemendur á byggingasviði Tækniskólans í heimsókn ásamt gestum frá Svíþjóð

28. mars 2023

Í dag kom fríður hópur nemenda í heimsókn frá byggingasviði Tækniskólans. Með þeim voru einnig nemendur frá Svíþjóð sem stunda sambærilegt nám og Erasmus samstarf er á milli skólanna. Áhugasvið hópanna eru smíðar, múrverk og járnabendingar og þvi má segja að heimsóknin hafi nýst hópnum vel.

Gísli Georgsson, verkefnastjóri hjá NLSH kynnti heildarverkefni félagsins og að því loknu var gengið um framkvæmdasvæðið undir stjórn Steinars Þórs Bachmann verkefnastjóra.

Mikil ánægja var með heimsóknina enda gott veður og margt að sjá fyrir áhugasaman hóp.

Taekniskolinn-innii