Samráðsfundur um hönnun nýbyggingar við Grensás

29. mars 2023

Nýlega var haldinn samráðsfundur með notendum um hönnun nýbyggingar við Grensásdeild Landspítala. 

NLSH hélt fundinn ásamt ráðgjöfum frá Nordic Office og Eflu sem gerði grein fyrir stöðu verkefnisins. Ráðgjafi fór yfir frumhönnun þar sem heildarskipulag hússins var kynnt. Farið var í gegnum grunnmyndir með innréttingum og innanstokksmunum. Notendur voru leiddir í gegnum húsið, sem er farið að taka á sig skýra mynd eftir forskrift notenda. Búið er að sjá í gegnum helstu lausnir tæknikerfa, umfang og stærðargráðu þess, búið er að ákveða helstu lagnaleiðir, burðarvirki hússins, flóttaleiðir og brunavarnir. Að lokinni frumhönnun fer fram lokavinnsla og frágangur aðaluppdrátta sem fyrirhugað er að senda til byggingarfulltrúa í byrjun sumars.