Nosyko kynnti sjálfvirkni rannsóknatækja

9. desember 2022

Á Aðventumálstofu NLSH þann 7. desember flutti Ola Johnsborg fulltrúi norska ráðgjafafyrirtækisins Nosyko erindi þar sem hann sagði frá sögu fyrirtækisins og vék sérstaklega að sjálfvirkni í rannsóknabúnaði. Fyrirlesturinn bar heitið “Trends in laboratory equipment” en NLSH hefur fengið fyrirtækið til ráðgjafar í tengslum við fyrirhugað rannsóknahús sem fer að rísa á lóð Landspítalans. Ola rakti sögu rannsókna en hún nær um 2000 ár aftur í tímann. Athygli vakti hversu gífurlega umfangsmikið rannsóknaverk í tengslum við spítala getur verið og hvernig sjálfvirkni getur komið til skjalana við uppbyggingu rannsóknahúss.