Nýbygging við Grensásdeild

29. júní 2022

Skilafrestur tillagna í lokuðu útboði á fullnaðarhönnun nýbyggingar við Grensás, endurhæfingardeild Landspítala, rann út mánudaginn 20. júní 2022. Fimm ráðgjafahópar áttu rétt á þátttöku í útboðinu eftir forval sem fram fór síðastliðið haust. Útboðið er í tveimur þrepum, sem þýðir að þátttakendur eiga annars vegar að skila inn skissutillögu að lausn verkefnisins og hins vegar verðtilboði í fullnaðarhönnun.

Allir ráðgjafahóparnir skiluðu inn tillögu og verðtilboði. Matsnefnd hefur þegar hafið mat á tillögunum fimm skv. fyrirfram ákveðnu matskerfi útboðsgagna, undir nafnleynd. Matsnefndina skipa fulltrúar frá Landspítala, Grensásdeild, Hollvinum Grensáss, SEM samtökunum og NLSH. Áætlað er matsnefnd ljúki störfum í byrjun júlímánaðar, en þegar niðurstöður hennar hafa verið birtar öllum þátttakendum eru verðtilboð opnuð.