Nýr Landspítali kynntur á morgunsamveru presta og djákna í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

20. október 2023

Nýr Landspítali ohf. leggur mikla áherslu á að kynna verkefni félagsins fyrir fjölbreyttum hópum samfélagsins enda kemur heilbrigðisþjónusta landsmönnum öllum við.

Kynningarfundur um stöðu verkefna á vegum NLSH var haldinn 19. október í Grensáskirkju. Mættir voru til leiks prestar og djáknar. Framkvæmdastjóri NLSH gerði grein fyrir heildarverkefni félagsins en einnig sérstaklega var gerð grein fyrir rýmum í nýjum meðferðarkjarna sem ætluð eru fyrir starfsemi presta og djákna inni á spítalanum. Viðtalsherbergi, vinnurými og kyrrðarrými ásamt stoðrýmum hefur verið valinn bjartur, fallegur og rólegur staður nálægt inngarði. Gerður var afar góður rómur að kynningunni.