Nýr Landspítali tekur upp nýtt merki

2. maí 2022

Stjórn Nýs Landspítala hefur ákveðið að breyta merki félagsins og mun það ná yfir alla starfsemi þess.

Nýr Landspítali hefur síðustu ár notað merkið “Hringbrautarverkefnið” með grænum lit og táknum en einnig hefur stofnmerki félagsins “Nýr Landspítali” verið notað m.a. í útboðum og í atvinnuauglýsingum.

Nú þegar verkefni félagsins eru orðin umsvifameiri, og tengjast fleiri verkefnum en byggingum við Hringbraut, hefur nýtt merki verið aðlagað úr tveimur eldri merkjum.

Notast verður áfram við táknin úr Hringbrautarverkefnis merkinu og græna litinn, þ.e. er samsett úr eldra merki og heiti félagsins.