Opinn umræðufundur SA um nýtt sjúkrahús

4. nóvember 2015

Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst efndu í dag til opins umræðufundar um nýtt sjúkrahús á hótel Natura.


Efni fundarins var fjölbreytt. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur, kynnti tillögur nýrrar skýrslu um nýbyggingar Landspítala, ólík rekstrarform og forsendur þeirra. Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG, ræddi um forsendur og hagkvæmni þess að staðsetja nýjan spítala við Hringbraut og Hilmar Þór Björnsson, arkitekt, fjallaði um staðsetningu spítalans.


Að loknum framsöguerindum voru í pallborði Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar Nýs Landspítala, Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, Óli Björn Kárason, ritstjóri og Vilhjálmur Ari Arason heilsugæslulæknir.


Fundarstjóri var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA.