Opnun tilboða í fullnaðarhönnun á nýju rannsóknahúsi - öll tilboð undir kostnaðaráætlun

12. júní 2018

Opnuð hafa verið tilboð vegna fullnaðarhönnunar nýs rannsóknahúss.

Rannsóknahúsið er hluti af heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut.

Kostnaðaráætlun verksins er kr. 670.890.000 (án vsk)

Eftirtalin tilboð bárust frá þeim fjórum hönnunarteymum sem stóðust kröfur sem gerðar voru í forvalinu: (öll tilboð án vsk)

  • Grænaborg (Arkstudio ehf, Hnit verkfræðistofa, Landmótun, Raftákn, Yrki arkitektar)
    kr. 536.371.200 (79,9% af kostnaðaráætlun)
  • Mannvit og Arkís arkitektar.
    Kr. 512.904.960 (76,4% af kostnaðaráætlun)
  • Corpus3 (Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf og VSÓ ráðgjöf)
    Kr. 477.286.560 (71,1% af kostnaðaráætlun)
  • Verkís og TBL
    Kr. 488.181.600 (72,7% af kostnaðaráætlun)