Opnun tilboða í verkeftirlit vegna uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi

19. ágúst 2020

Tilboð voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum í þann þátt Hringbrautarverkefnisins sem fellur undir verkeftirlit og rekstur The Engineer sbr. Fidic samningsskilmála, í tengslum við uppsteypu á meðferðarkjarna hins nýja Landspítala.

Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum en einnig var skilað inn tæknilegum gögnum sem krefjast hæfis- og hæfnismats til þess að viðkomandi tilboð gildi.

Kostnaðaráætlun er 508.196.640 kr. (án vsk)

Tilboð bjóðenda voru eftirfarandi án vsk. sem nú verða tekin til mats.

Efla hf. 347.310.000 kr. (68%)
Hnit hf. 394.944.000 kr. (78%)
Mannvit hf. 395.760.000 kr. (78%)
Verkís hf. 434.520.000 kr. (86%)

Föstudaginn 28. ágúst nk. verða opnuð tilboð í uppsteypu meðferðarkjarnans.

Sjá nánar á vef Ríkiskaupa