Opnun tilboða vegna ástandsmats á eldra húsnæði Landspítala

24. febrúar 2022

Opnað hefur verið fyrir tilboð í verðkönnun vegna ástandsmats á eldra húsnæði Landspítala en áður höfðu sjö fyrirtæki skilað inn umsóknum um að fá að taka þátt.

“Ég er ánægður með tilboðin og með þann fjölda hópa sem skiluðu inn hagstæðum tilboðum í þetta afar mikilvæga verk,” segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri þróunar hjá NLSH.

Tilboð bárust frá sex hópum og lægsta tilboð barst frá eftirtöldum fyrirtækjum skipt eftir verkhlutum:

Hringbraut, aðalbygging: Efla og Ask arkitektar

Geðdeildir Hringbraut, Kleppi, Hvítaband og fleira: VSB og Yrki arkitektar

Hús við Hringbraut, Ármúli, Tunguháls og Grensás: Efla og Ask arkitektar

Landakot, Kópavogur og Vífilsstaðir: Verksýn og Úti og Inni arkitektar

Fossvogur: Mannvit og VA arkitektar

Barnaspítali, fæðingardeild, kvennadeild og BUGL: VSÓ og Gríma arkitektar

Húsnæði ríkisins sem Landspítali hefur til afnota er um 150.000 m2 og að auki um 11.000 m2 leiguhúsnæðis.

 “Nú þegar liggur fyrir verð í ástandsmat á fasteignum Landspítala, sem brýn viðhaldsþörf er á, verður hafist handa í febrúar við ástandsmatið og eiga ráðgjafarnir að skila matinu í fyrrihluta aprílmánaðar,” segir Ingólfur.