Samningur undirritaður um yfirferð sérteikninga

21. september 2020

Í kjölfar útboðs um yfirferð sérteikninga var gengið að tilboði Eflu og var samingur milli NLSH og Eflu undirritaður þann 16 september. Fjöldi teikninganna fyrir Meðferðarkjarnann hleypur á þúsundum enda um afar flókna byggingu að ræða. Samninginn undirrtuðu Gunnar Svavarsson NLSH og Ólafur Ágúst Ingason verkfræðistofunni Eflu. Vottar voru þau Óskar Torfi Þorvaldsson byggingarfulltrúaembættinu í Reykjavík og Sigríður Sigurðardóttir NLSH.