Samstarf nýs Landspítala við Háskóla Íslands

25. febrúar 2016

Anna Stefánsdóttir og Jóhannes M. Gunnarsson, ráðgjafar hjá nýjum Landspítala, héldu kynningarfund 24.febrúar með nemendum úr sviðsráði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum vegna byggingar nýs Landspítala.

Mikið var rætt um aðstöðu nemenda í meðferðarkjarna nýs Landspítala og um áætlun Háskóla Íslands að reisa nýtt hús fyrir starfsemi heilbrigðisvísindasviðs háskólans.

Farið var yfir fyrirhugaðar tengingar meðferðarkjarna og rannsóknarhúss við hús heilbrigðisvísindasviðs.

Góður rómur var gerður af fundinum og mikill áhugi á nánara samstarfi nýs Landspítala við heilbrigðisvísindasvið.