Samtökin Spítalinn okkar hélt málþing

5. júní 2023

Nýlega héldu samtökin Spítalinn okkar aðalfund og í framhaldi málþing sem bar yfirskriftina Uppbygging Landspítala, horft til framtíðar. Þrenn erindi voru á dagskrá. Ásgeir Magnússon, verkfræðingur, fjallaði um sýn stýrihóps á framtíðina. Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri Hringbrautarverkefnisins, fjallaði um hlutverk og sameiningu allrar rannsóknastarfsemi í eina byggingu og Davíð Þórisson, bráðalæknir, lýsti hvernig upplýsingatækni, stafræn þróun og ný vinnubrögð munu gjörbreyta vinnuumhverfi. Lokaorð flutti Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir hjá Landlæknisembættinu, þar sem umfjöllunin var um mikilvægi geðlækninga og nýrrar geðþjónustubyggingar.

Heimasíða Spítalans okka r