Sjötta hæðin tekur á sig mynd

1. mars 2023

Góður gangur hefur verið á uppsteypu meðferðarkjarnans og á svokallaðri stöng 1, sem er vestast, er farið að móta fyrir sjöttu og seinustu hæðinni. Ys og þys er um alla bygginguna í vorsólinni. Þrepagangur er í verkinu í austurátt og fylgja stangirnar fimm því að þeirri vestustu verður lokið fyrst og svo taka aðrar við, ein af annarri.