Staða byggingaframkvæmdanna í janúar 2021

4. janúar 2022

Við áramót er gott að líta um öxl og sjá farinn veg og þegar myndir eru bornar saman, teknar með ársmillibili í framkvæmdunum við meðferðarkjarnann, má glöggt sjá hversu miklu var áorkað á árinu 2021. Þegar þessi mynd var tekin, í byrjun janúar árið 2021, var greftri lokið og næsta fasi í startholunum. Þarna má sjá hraukana, eða stallana, sem urðu eftir en líka að tengigangar yfir í nærliggjandi byggingar eru komnir á sinn stað. Netið sem hylur norðanvegginn er til að varna hruni í grunninn.