Fréttir


Staða byggingaverkefna í upphafi júnímánaðar

10. júní 2024

Unnið er við fjölmarga verkþætti í meðferðarkjarnanum og vinna gengur vel.

„Það helsta sem unnið er við nú er uppsetning útveggjaeininga á húsið, en þar sem notast er við hátækni- og nútímalegt útveggjakerfi, til að tryggja bæði fagurfræðilegt útlit og langvarandi gæði byggingarinnar. Þakfrágangur er að hefjast, sem er mjög mikilvægur þáttur í framkvæmdinni, enda er nauðsynlegt að loka húsinu áður en innivinna hefst á efri hæðum. Áætlað er að þakið verði fullbúið snemma á næsta ári. Í kjallara er vinna við ílagnir og málningu hafin, sem leggur grunninn að frekari vinnu innan hússins á tveimur neðstu hæðunum. Þessar framkvæmdir eru hluti af áætlun um að byggingin verði tilbúin til notkunar á áætluðum tíma og að hún uppfylli ströngustu kröfur um öryggi og gæði,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur NLSH.