Uppbygging Nýs Landspítala stenst kostnaðaráætlanir
Stýrihópur um skipulag framkvæmda við Landspítala og annarra sérhæfðra sjúkrahúsa hefur kynnt heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra uppfærða heildaráætlun Nýs Landspítala ohf. (hér eftir nefnt NLSH). Heildaráætlun NLSH kom síðast út haustið árið 2022.
Í nýrri heildaráætlun kemur fram að heildaráætlun NLSH standist kostnaðaráætlanir, með einungis 0,6% fráviki. Það er óveruleg hlutfallsleg breyting í ljósi heildarumfangs verkefna NLSH og í ljósi krefjandi aðstæðna á heimsmarkaði. Þá skal einnig bent á að umtalsverðar hækkanir hafa verið á öllum megin vísitölum frá fyrri áætlun. Fylgir breytingin á heildarkostnaðaráætlun NLSH því almennri verðlagsþróun hér á landi frá október 2022 til febrúar 2024.
Uppbygging Landspítala er ein umfangsmesta innviðauppbygging sem farið hefur fram hér á landi. Heildarfjárfestingin dreifist yfir langt uppbyggingartímabil, sem hófst árið 2010 og nær til ársins 2030. Fyrsti áfangi uppbyggingarinnar er fullfjármagnaður.
Nánar í eftirfarandi fréttatilkynningu og heildaráætlun NLSH „ Fréttatilkynning 07062024 - Uppfærð heildaráætlun NLSH “. og nánar hérna.