Sumarmálstofa Nýs Landspítala

24. júní 2022

Þann 23. júní var sumarmálstofa NLSH haldin. NLSH hefur staðið reglulega fyrir málstofum, fyrir hagaðila, um framgang verkefna félagsins. Starfsmenn félagsins fóru yfir einstaka verkefni en auk þess flutti Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri hjá Eflu gestafyrirlestur um Breeam umhverfisvottunarkerfið. Nýr Landspítali hefur þegar fengið Breeam vottun á sjúkrahótelið, hæstu einkunn sem gefin hefur verið hérlendis, en einnig er unnið að vottunarverkefnum vegna meðferðarkjarna og rannsóknahúss. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, flutti samantekt og lokaorð þar sem hann m.a. vék að þeirri miklu uppbyggingu sem væri á Hringbrautinni og um leið horfði hann til framtíðar með starfsemi spítalans í nýjum og eldri húsum. Málstofan var vel sótt.