Tilboð í hönnun og uppsetningu á stjórn- og varnarbúnaði

10. nóvember 2023

Nýr Landspítali ohf.,  óskar eftir tilboðum í hönnun og uppsetningu á stjórn- og varnarbúnaði og SCADA kerfi fyrir rafdreifingu fyrir allar nýbyggingar NLSH við Hringbraut.

Stjórn og varnarbúnaðurinn og SCADA kerfið mun samanstanda af sérhæfðum vél- og hugbúnaði sem verður settur upp í nýbyggingum sjúkrahússins. Kerfið skal veita skilvirka vernd, stjórnun og eftirlit með raforkukerfinu. Kerfið skal vera samþætt kerfi sem felur í sér samskipti, vernd, sjálfvirkni, nákvæman tíma, SCADA og verkfræði/stjórnunartæki.

Kerfið skal byggja á nýjustu tækni og stöðlum fyrir sjálfvirkni stafrænna tengivirkja, eins og IEC 61850.

Stjórn- og varnarbúnaðurinn og SCADA kerfið skal afhendast fullbúið með öllum fylgihlutum, búnaði, efni, raflögnum, öllum tilgreindum og nauðsynlegum vélbúnaði, hugbúnaði sem er forritaður til að tryggja vandræðalausan og öruggan rekstur.