Tilboð opnuð í jarðvinnu Rannsóknahúss

15. júní 2021

Tilboð voru opnuð í morgun hjá Ríkiskaupum í útboði nr. 21357 jarðvinna Rannsóknahús.
Fjórir bjóðendur skiluðu inn tilboðum. Kostnaðaráætlun er kr. 170.509.246 (án vsk).

 

 

Tilboðs-fjárhæð

Hlutfall

Snókur verktakar ehf

169.633.302

99,5%

Íslenskir aðalverktakar hf

205.543.641

120,5%

Urð og grjót ehf

181.182.500

106,3%

Háfell ehf

164.381.840

96,4%

     

Kostnaðaráætlun

170.509.246

 

Nú mun verkkaupi, NLSH ohf., fara yfir tilboðin og leggja mat á þau. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í júní, og jarðvinna rannsóknahússins hefjist síðar í sumar. Stefnt er að jarðvinnu sé lokið í upphafi árs 2022.

 (Fréttin hefur verið uppfærð 16.6.21, en Ríkiskaup gaf út leiðrétta opnnarskýrslu).