Tilboði Staticus tekið í útveggi meðferðarkjarnans

10. ágúst 2022

Nýlega lauk um 15 mánaða samkeppnisútboðsferli í útveggi meðferðarkjarna sem hófst snemma á síðasta ári með forvali. Fjallað hefur verið verkefnið áður í fréttum á heimasíðunni, en í upphafi skiluðu átta aðilar inn gögnum til þátttöku. Útboðsferlið er búið að vera langt og strangt, það lengsta og flóknasta sem NLSH hefur komið að. 

Vinnuhópur frá NLSH, Corpus, Buro Happold, Bird & Bird og Ríkiskaupum hefur unnið að gagnagerð og samkeppnisviðræðum. Nýlega var tilkynnt að NLSH ohf. hafi tekið tilboði Staticus, en Staticus fengu hæstu einkunn (niðurstöðu) úr matslíkani og verði. Tilboð Staticus var vel undir kostnaðaráætlun. Um er að ræða fullnaðarhönnun, framleiðslu, flutning og uppsetningu. 

Nánar má kynna sér fyrirtækið á www.staticus.com.