Tvenn útboð opnuð hjá Ríkiskaupum

1. júní 2023

Miðvikudaginn 31. maí, var á vegum NLSH ohf. opnun á útboðum hjá Ríkiskaupum. Annars vegar var um að ræða forval númer 21965 á birgjum fyrir sérhæfðar einingalausnir í rannsóknahús og meðferðarkjarna. Hins vegar útboð 21968 um ráðgjafarþjónustu á breiðum grunni fyrir NLSH.

Þeir sem sendu inn gögn vegna einingalausna voru HT Group, Alvo Medical og Lindner. Þeir tveir síðast nefndu í samstarfi við Icepharma. Allt þekktir aðilar á þessu sviði.

Mjög góð þátttaka var í ráðgjafarútboðinu. Eftirfarandi aðilar buðu í ráðgjafarþjónustu á mismunandi sviðum: Arkis arkitektar, ASK arkitektar, EFLA, exa nordic, Ferill Verkfræðistofa, Hnit verkfræðistofa, Kanon arkitektar, Lota, Mannvit, Verkís, VSB verkfræðistofa og VSÓ ráðgjöf.

Yfirferð og nánari úrvinnsla tekur nú við í þessum verkefnum.