• New national hospital

Uppbygging Landspítala verður við Hringbraut

29. apríl 2015

Kjarninn.is birtir viðtal við Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra 29.4.  Í máli Kristjáns kemur fram að það sé engin spurning í hans huga að nýbyggingar Landspítalans muni rísa við Hringbraut. Staðarvalið hafi verið skoðað og endurskoðað þrívegis og niðurstaðan alltaf verið sú að Hringbraut væri besti kosturinn. Þetta kom í ræðu ráðherra á ársfundi Landspítalans. Jafnframt kom fram að 945 milljónir væru ætlaðar í verkframkvæmdir sjúkrahótels og fullnaðarhönnun meðferðarkjarna og að framkvæmdir myndu hefjast í haust. Kristján vék að rökum fyrir ákvörðuninni um staðsetningu.  Hann sagði að dýrara væri að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á öðrum stað en Hringbraut og nálægð við Háskóla Íslands og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skipti einnig miklu máli.

Fréttina má sjá hér