Upplýsingatækni í nýjum byggingum

24. nóvember 2023

NLSH hefur verið falið að tryggja að allir þættir sem snúa að upplýsingatækni, þ.m.t. hugbúnaður og vél/tæknibúnaður séu til staðar við flutning LSH í nýjar byggingar við Hringbraut. Markmið verkefnisins er að upplýsingatækni stuðli að aukinni hagkvæmni í rekstri LSH, auknu öryggi sjúklinga, öryggi í meðferð upplýsinga, bættri upplýsingagjöf og bættri þjónustu við sjúklinga.´

Verkefnið verður unnið með reynslumiklum ráðgjafastofum sem unnið hafa í sambærilegum verkefnum á sviði upplýsingatækni á heilbrigðisstofnunum/háskólasjúkrahúsum erlendis. Þá verður verkefnið einnig unnið í nánu samstarfi við LSH.

Höfð verður í huga tenging við aðra vinnu í þessum málaflokki hér á landi, s.s. stýrihóp um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðuneytið hefur skipað, sem og stafræna stefnu heilbrigðisráðuneytisins frá 2021 og heilbrigðisstefnu stjórnvalda til ársins 2030.