Vatnshreinsun á byggingasvæðinu

18. nóvember 2022

Mikilvægur liður í byggingaframkvæmdunum er meðferð á grunnvatni og frárennsli þess. Það vatn sem safnast fyrir í húsgrunnunum þremur er dælt frá og síðan hreinsað með síum og fer þaðan í regnvatnskerfið og eftir það út í Vatnsmýri. Þannig vinnst bæði að stuðla að öryggi á verksvæðinu og að koma vatninu aftir í hringrás. Einnig er vatn notað til að hreinsa þau flutningstæki sem fara út af verksvæðinu. Bílarnir keyra gegnum þar til gerða þvottastöð og undirvagninn er þannig þrifinn áður en haldið er út í umferðina.