Vinna við stækkun Grensásdeildar gengur vel

2. apríl 2024

Jarðvinna vegna viðbyggingar við Grensásdeild gengur vel og er gert ráð fyrir að henni ljúki í maí. Vinna við nýjar heimlagnir að núverandi húsi er að hefjast. Myndin hér að ofan var tekin í byrjun apríl og sýnir umfang framkvæmdanna á vesturhlið lóðarinnar.

Vinna við útboðsgögn fyrir uppsteypu viðbyggingarinnar og frágang hennar er á lokastigi. Stefnt er að auglýsingu útboðs innan tíðar.