Áhugasamir arkitektar í heimsókn vegna útveggjaklæðningar á meðferðarkjarna
Þann 17.janúar komu fulltrúar á vegum Sen&Son Architects, Hille Melbye Architects og Klasi Real Estate Development ásamt Staticus í heimsókn á verkstað NLSH.
„Ástæða heimsóknar var að skoða útveggjaeiningar á meðferðarkjarna. Áður en haldið var út á verkstað í skoðunarferð í vetrarkuldanum var Ásdís Ingþórsdóttir verkefnastjóri með kynningu fyrir hópinn á helstu verkefnum NLSH. Gestir fengu óvænt tækifæri á að sjá uppsetningu á einni útveggjaeiningu í heimsókn sinni,“ segir Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri hjá NLSH.