Uppsetning vinnurafmagns og vinnulagna hafin í meðferðarkjarna

22. janúar 2024

Þelamörk ehf.hefur hafið vinnu við að koma upp vinnurafmagni, lýsingu og vinnulögnum í meðferðarkjarna. Búið er að koma heimtaugum inn í hús og setja upp aðaltöflu fyrir rafmagn. Vinna við uppsetningu strengstiga, dreifitaflna og vinnulýsingar er nú í fullum gangi. Upp úr miðjum janúar hefst svo einnig vinna við útlagningu vinnulagna og tengingar við vinnusalerni á efri hæðum hússins.