Norræn heimsókn til NLSH

24. janúar 2024

Þann 23. janúar komu í heimsókn fulltrúar frá norrænu sendiráðunum, þ.e. Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Gísli Georgsson, verkefnastjóri fór yfir helstu verkefni félagsins, Jakob Valgeir Finnbogason verkefnastjóri kynnti innkaupaferli og Ólafur Halldórsson verkefnastjóri fór yfir fyrirhuguð innkaup á tækjum og búnaði.

Að kynningu lokinni var farið í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið í fylgd Árna Kristjánssonar byggingarstjóra NLSH.

„Það gladdi okkur mjög að kynnast framkvæmdunum og einnig að fá góða innsýn í innkaupamál Nýs Landspítala. Það er mikið samstarf og sameiginleg sérfræðiþekking milli Norðurlanda á heilbrigðissviði. Byggingarverkefni eins og Nýr Landspítali eru tækifæri til að skapa og styrkja þetta samstarf enn frekar. Við þökkum fyrir að hafa fengið svona góðar móttökur og hlökkum til að fylgjast með þróun þessa glæsilega verkefnis,” segir Anna-Katri Koskivirta ráðgjafi í sendiráði Finnlands.  

24.1-sendirad-innri